Þjóðfundur

By Geir
  • Period: to

    Jón Sigurðsson

    Jón Sigurðsson fæddist 17. júní árið 1811 á Hrafnseyri við Arnarfjörð.
    Jón forseti eins og hann var oft kallaður var leiðtogi okkar íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni og var fæðingardagur hans valinn Þjóðhátíðardagur okkar. Jón hélt til Kaupmannahafnar í nám árið 1833 og bjó þar til æviloka. Hann heimsótti Ísland árið 1945 til að geta setið Alþingi og nýtti hann tímann í að giftast heitmey sinni, Ingibjörgu Einarsdóttir, sem var frænka hans. Jón sat sem forseti Alþingis árin 1849-1853.
  • Period: to

    Jón Sigurðsson frh.

    Jón var vel lesinn og þegar einveldi var afnumið í Danmörku þá gaf hann út ritgerð sem hét "hugvekja til Íslendinga". Þar benti hann á það og vitnaði gamla sáttmála að við afnám einveldisins var Ísland orðið sjálfstætt því þar var aðeins talað um beint samband milli Íslands og konungs en ekki Íslands og Danmerkur og því vildi hann að Ísland og Danmörk væru einungis með sameiginlegan konung en innlent þing færi með löggjafarvald og ríkisstjórnin væri íslensk.
    Svo var Jón mikilvægur þjóðfundinum
  • Endurreisn Alþingis

    íslendingar vildu ólmir halda sitt eigið þing á Íslandi, í stað þess að setja stéttaþing í Danmörku, og fóru fram á það við konung. Eftir að Kristján VIII tók við völdum árið 1839 þá fór boltinn að rúlla og árið 1843 efndi hann loforð sitt frá árinu 1840 og gaf út skipun um endurstofnun Alþingis. Eftir miklar deilur um staðsetningu Alþingis þá var Alþingi endurreist í Reykjavík árið 1844
  • Afnám einveldisins í Danmörku

    Byltingarástand var í Danmörku þó að mötmælin þar voru með talsvert friðsamari hætti en annars staðar. Þegar Friðrik II var nýlega sestur í valdastól boðaði hann afnám einveldisins og var ný ríkisstjórn skipuð 21. mars 1848.
  • Period: to

    Íslensku "byltingarnar" - Pereatið og skagfirsku bændurnir

    Norðurreið skagfirðinga var vorið 1849 þegar 60 skagfirskir bændur söfnuðust saman og mótmæltu amtmanninum, eftirmálin að þessu urðu engin.
    Pereat. allir skólapiltar lærða skólans voru í bindindis félagi skólans. Um jólin 1849 brutu nokkri meðlimir reglur félagsins. 15 skólapiltar skráðu sig úr klúbbnum og stofnuðu leynilegt drykkjufélag. Einn janúarmorguninn eftir rifrildi rektorsins við forsprakka skólapilta þá neituðu flestir að fara í tíma og héldu niður í bæ og hrópuðu pereat
  • Pereat frh.

    sem er latinamerikanske og þýðir "hann farist". Þessi læti stóðu yfir í 2 tíma. Eftirmál pereatsins voru þau að rektorinn sagði af sér lítið var um kennslu fram á vor
  • Þjóðfundurinn

    Eftir afnám einveldisins bauð Danakonungur Íslendingum að halda þjóðfund og lofaði því að engar ákvarðanir yrðu teknar um stöðu Íslands í danska ríkinu fyrr en Íslendingar hefðu hefðu sjálfir rætt málið á þessum fundi. Grundvallar kröfur Íslendinga voru að fá sitt eigið löggjafarþing, innlent framkvæmdavald og að Ísland yrði einungis í konungssambandi við Dani. Í júlíbyrjun 1851 kom svo danskt skip í höfn með stjórnarskrárfrumvarp frá Konungi þar sem hann vildi innlima Ísland í danska ríkið
  • Þjóðfundurinn frh.

    Þetta drap vonir þingmanna um sjálfstæði. Í byrjun Ágúst lagði meirihluti nefndarinnar fram nýtt frumvarp um stjórnarskrá Íslands og var danska stjórnarskrárfrumvarpið að engu. Fulltrúi konungs, Trampe greifi sleit fundinum og þá risu íslensku þingmennirnir úr sætum og hrópuðu í kór "vér mótmælum allir!"