Tímalína Róm

By Geir
  • Period: 753 BCE to 753 BCE

    Rómulus og Remus(Upphaf Rómaborgar)

    Voru synir Rheu konungsdóttur sem hafði verið dæmd til skirlífs. Mars átti leið með Rheu og stóðst ekki fegurð hennar, eftir hitting þeirra fæddi Rhea þá Rómulus og Remus. Hún þurfti að fela þá og setti þá þess vegna á flot á fljótið Tíber. úlfynja fann þá og ól þá upp á mjólk sinni. Þegar þeir urðu stórir fóru þeir að drepa illmennið Amúlíus og tóku svo yfir konungsríkið á hæðunum sjö við Tíberfljót sem er nú Rómaborg
  • Period: 260 BCE to 146 BCE

    Púnversku stríðin

    Rómverjar háðu þrjár styrjaldir við Karþagómenn sem kölluð voru Púnversku stríðin, í lok þeirra stríð var Róm orðið stórveldi.
    Fyrsta stríðið brýst út vegna deilna um Messínasund. Umsátur Sagantun varð kveikjan að öðru stríðinu. Í þriðsa stríðinu var Karþagó umsetin og eyðilögð af rómverskum her
  • Period: 133 BCE to 123 BCE

    Gracchusbræður

    Tíberíus og Gaius voru uppi á 2. öld fyrir krist og birtist samfélagsóróinn fyrst þá, þeir voru við völd árin 133 f.kr. og 121 f.kr. Tíberíus eldri bróðurinn var kjörinn alþýðuforingi árið 133 f.kr. og lét samþykkja lög um jarðeignir ríkisins yrði skipt á milli landlausra Rómverja, með þessu vildi hann styrkja innviði ríkisins og hersins. Eftir þetta mindaðist hatrömm barátta milli auðugra landeiganda og Tíberíus. Var drepinn þegar hann ætlaði að láta endurkjós sig alþýðu foringja ári seinna
  • Period: 133 BCE to 123 BCE

    Gracchusbræður frh.

    Yngri bróðirinn, Gaius kom fram á sjónarsviðið 10 árum seinna og var kjörinn alþýðuforingi. Hann var með sömu áherslur og Tíberíus nema hvað hann var gætnari og tryggði sér góðvild kaupsýslumanna. Gaius lét ríkið sjá um búnað hermanna og setti lög að allir ættu rétt á kornskammti á kostnað ríkisins. En þegar hann ætlaði að fara að styrkja lýðræðið með því að fjölga í öldungaráði og ætlaði að fara að gefa héröðunum í kring borgararéttindi þá snérist líðurinn gegn honum og var hann hrakinn burt.
  • Period: 100 BCE to 44 BCE

    Júlíus Sesar

    Braust til valda í Róm með klækjum stjórnmálamannsins og stjórnlist herforingjans. Kleif metorðastigann, varð kjörinn edíll, skattlandsstjóri, konsúll og sigursæll herforingi áður en hann fékk alræðisvald 44 f.kr. Mánuði síðar var hann ráðinn af dögum af öldungaráðsmönnum sínum og var lýðveldi Rómar nú komið að falli. Orðið keisari eða Caesar var dregið af honum
  • Period: 69 BCE to 30 BCE

    Kleópatra

    Sýðasti stjórnandi Egyptalands af ætt faraóa(51-30 f.kr.). Var ástkona Júlíusar sesars og átti með honum soninn Sesarion. Eftir að hann varð myrtur gerðist hún heitmey Markúsar Antoníusar og létust þau bæði í átökunum við Ágústus. Það má segja að hún sé áhrifamesta kona fornaldar.
  • Period: 63 BCE to 14

    Ágústus

    Oktavíanus, kjörsonur Júlíusar Sesars, komst til valda árið 31 f.kr og varð nemdur Ágústus (hinn virðulegi). Eftir morðið á Sesari hófst valdabarátta og komst hann til valda þegar hann náði að sigra Markús Antoníus herforingja. Ágústus er talinn mesti stjórnvitringur Rómaveldis og kom hann á skipun sem gilti til enda Rómaveldis Keisaratíð Rómar hófst með Ágústusi
  • Period: 10 to 54

    Kládíus

    Var keisari frá 41-54. Eftir nokkur róleg ár undir honum var hann myrtur af eiginkonu sinni með eitruðum sveppum.
  • Period: 12 to 41

    Kalígúla

    Tók við af Tíberíusi og réði frá 37-41 e.kr. Varð keisari ungur og drógu völdin allt það illa fram í honum. Hann var nautnasjúkur, hefnigjarn, grimmur og komst upp með allskonar ótrulega hluti, hann var svo að lokum drepinn af foringja í sínu eigin varðliði.
  • Period: 37 to 68

    Neró

    Var stjúpsonur Kládíusar og réði frá 54-68 e.kr., komst til valda eftir að mamma hans eitraði fyrir Kládíusi. Var talinn geðveikur, sögur segja að hann hafi kveikt elda í Róm og spilað á hörpu sína á meðan hann horfði á hana brenna.
  • Period: 80 to 80

    Colosseum

    Hringleikahúsið fræga var reist um 80 e.kr. og stendur enn þann dag í dag. Þar gátu tugþúsundir komið saman og horft á skylmingaþræla berjast upp á líf og dauða eða villidýr rífa kristna menn á hol.
  • Period: 476 to 476

    Fall Rómar

    Vestrómverska ríkið féll árið 476 þegar seinasti keisari Rómaveldis, Rómulus Ágústulus var rekinn frá völdum af germanska barbaranum Ódóvakar