Þjóðfundur

  • Period: to

    Jón Sigurðsson

    Jón Sigurðsson fæddist 17. júní árið 1811 á Hrafnseyri í Arnarfirði á Vestfjörðum. Hann var helsti leiðtogi Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni á 19.öld og því var afmælisdagur hans valinn þjóðhátíðardagur Íslendinga. 1833 fluttist hann til Kaupmannahafnar til að stunda nám. Árið 1941 stofnaði hann tímaritið Ný félagsrit. Árið 1945 giftist hann Ingibjörgu Einarsdóttur. Jón var forseti Alþingis 1849-1853, svo aftur árið 1857 og loks í þriðja sinn frá 1867-1877. Jón lést svo árið 1879.
  • Endurreisn Alþingis

    Eftir mikla baráttu sjálfstæðishreyfingarinnar á Íslandi gaf Kristján VIII Danakonungur þá tilskipun að það ætti að eindurreisa Alþingi árið 1843. Það kom svo fyrst saman í Lærða Skólanum (MR) þann 1. júlí árið 1845
  • Afnám einveldisins í Danmörku

    Í valdatíð Kristjáns VIII jókst andstaðan við einveldi til muna. Það var byltingarástand en þó voru mótmælin þar mun friðsamari en annars staðar í Evrópu. Þegar Friðrik VII tók við árið 1848 afnám hann einveldinu og gaf Dönum nýja stjórnarskrá sem tók gildi 1849
  • Period: to

    Íslensku byltingarnar

    Norðurreið Skagfirðinga var vorið 1849, þá komu 60 Skagfirðingar saman og mótmæltu fyrir utan bústað Gríms Jónssonar amtmanns á Möðruvöllum. Bændur vildu betri stjórn og voru ósáttir við störf amtmannsins undanfarið. Í janúar 1850 sögðu 15 piltar sig úr bindindisfélagi Lærða skólans og stofnuðu drykkjufélag í skólanum, þar með hófst pereatið í Reykjavík. Skólapiltarnir neituðu að mæta í tíma og fóru út í bæ og hrópuðu orðið "pereat" sem er Latína og þýðir "hann farist" eða "niður með hann".
  • Þjóðfundurinn

    Þjóðfundur var haldinn í Reykjavík sumarið 1851 að frumkvæði dönsku stjórnarinnar og þegar Jón Sigurðsson lagði þar fram frumvarp byggt á Hugvekjunni og ljóst að það yrði samþykkt ákvað fulltrúi konungs, Trampe greifi, að slíta fundi í nafni konungs. Jón mótmælti og þingmenn tóku undir með orðunum: „Vér mótmælum allir.“