Sturlungaöld 1200 - 1264

  • Period: Jan 1, 1200 to Dec 31, 1264

    Sturlungaöld

  • Nov 1, 1217

    Hákon Hákonsson varð konungur.

    Hákon Hákonsson varð konungur.
    Árið 1217 komst konungsdæmið undir stjórn Hákonar Hákonssonar. (Hákon gamli) En var þá aðeins 15 ára gamall. Tvö lönd lutu ekki krúnunni og voru þau Ísland og Grænland.
  • Nov 1, 1220

    Héraðsskipting

    Snemma á 13. öld hafði mestöllu landinu verið skipt upp í valdasvæði 7 héraðshöfðingja.
  • Nov 1, 1220

    Á næstu fjórum áratugum eftir 1220.....

    Á næstu fjórum áratugum eftir 1220.....
    .... einkenndist stjórnmálasaga Íslendinga af þrálátum ófriði. Barist um völd yfir landsvæðum og barátta sumra fyrir því að landið yrði hluti af ríki Noregskonungs. Tímabilið er kallað Sturlungaöld!
  • Nov 1, 1235

    Sturla Sighvatsson kom til Íslands

    Árið 1235 sigldi Sturla Sighvatsson frá Noregi til Íslands og hafði þá tekið að sér að ná Íslenskum höfðingjum smám saman á sitt vald og neyða þá til að fara á fund konungs.
  • Aug 1, 1238

    Sturla ræðst á Gissur Þorvaldsson

    Árið 1238 réðst Sturla til atlögu við höfðingja Haukdæla í Árnesþingi, Gissur Þorvaldsson og reyndi að neyða hann til Noregs. Gissur vildi það ekki og byrjaði að safna liði og gerði bændalag við Kolbein höfðingja Ásbirninga.
  • Aug 21, 1238

    Bardaginn á Örlygsstöðum

    Bardaginn á Örlygsstöðum
    Feðgarnir Sturla og Sighvatur söfnuðu um 1.000 manna liði en Gissur og Kolbeinn nær 1.700. Aðfaranótt 21. Ágúst gisti Sturla á Miklabæ en Sighvatur á Sólheimum í Skagafirði. Um morguninn riðu Gissur, Kolbeinn og þeirra lið að Miklabæ. Bardaginn hófst á Örlygsstöðum en var stuttur og Sturla og Sighvatur féllu báðir.
  • Nov 1, 1239

    Snorri Sturluson kom til Íslands

    Snorri Sturluson kom til Íslands
    Vorið 1239 fór Snorri Sturluson til Íslands í banni konungs.
  • Nov 1, 1240

    Skúli jarl drepinn

    Skúli jarl drepinn
    Skúli jarl gaf Snorra jarlsnafn. En uppreisn hans mistókst og var drepinn af mönnum konungs 1240.
  • Sep 1, 1241

    Snorri drepinn á Reykholti

    Snorri drepinn á Reykholti
    Konungur bað Gissur hirðmann sinn um að finna Snorra og reka hann til Noregs eða drepa hann ella. Eina nótt í September 1241 fór Gissur með 70 manna lið að Reykholti. Þar fundu þeir Snorra falinn í kjallara í skemmu einni og hjuggu hann án þess að gefa honum tækifæri á að fara til Noregs að beiðni konungs.
  • Nov 1, 1242

    Þórður Sighvatsson kom til Íslands

    Þórður Sighvatsson kom til Íslands
    Árið 1242 kom Þórður Sighvatsson til Íslands. Hann var kallaður Þórður Kakali og átti um árabil í erjum við sigurvegarana frá Örlygsstöðum.
  • Jun 1, 1244

    Flóabardagi á Húnaflóa

    Sumarið 1244 á Húnaflóa átti Þórður sjóorustu við Kolbein unga sem varð sú mesta sjóorusta sem Íslendingar hafa háð.
    Hún er kölluð Flóabardagi en henni lauk með því að Kolbeinn hrakti Þórð á flótta vestur á Strandir aftur.
  • Apr 1, 1246

    Þórður Kakali drepur Brand Kolbeinsson.

    Þórður Kakali drepur Brand Kolbeinsson.
    Í Apríl 1246 háði Þórður Kakali mannskæðasta bardaga Íslandssögunnar við Brand Kolbeinsson frænda Kolbeins unga og arftaka í Skagafirði. Bardaginn fór fram í Haugsnesi í Skagafirði, þar féllu um hundrað manns og hafði Þórður þá betur.
  • Nov 1, 1247

    Frá 1247 - 1250 var Þórður einráður á Íslandi.

    Frá 1247 - 1250 var Þórður einráður á Íslandi.
    Á árunum 1247 - 1250 var Þórður einráður á Íslandi. En hann reyndi ekkert til að fá landsmenn til að játast undir vald konungs, svo að konungur kallaði hann til Noregs árið 1250.
  • Nov 1, 1252

    Gissur Þorvaldsson kemur til Íslands.

    Gissur Þorvaldsson kemur til Íslands.
    Gissur Þorvaldsson kemur til Íslands árið 1252 og átti á næstu árum í erjum við fylgismenn Þórðar Kakala.
  • Nov 1, 1253

    Missir Gissur konu sína og 3 syni.

    Árið 1253 reyndu fylgismenn Þórðar að brenna Gissur inni á Flugumýri í Skagafirði, en hann hafði þá flust þangað norður. Í brennunni missti Gissur konu sína og þrjá syni, en sjálfur bjargaði hann lífi sínu með því að skríða niður í sýruker í búri.
  • Nov 1, 1256

    Þórður Kakali deyr.

    Þórður Kakali deyr.
    Árið 1256 lést Þórður Kakali í Noregi.
  • Nov 1, 1258

    Fékk Gissur Þorvaldsson jarlsnafn og stofnaði bú í Kaldaðarnesi í Flóa.

    Árið 1258 var Gissur Þorvaldsson í Noregi. Þar gaf konungur honum jarlsnafn og sendi hann til Íslands til að gera enn eina tilraun til að vinna landið undir sig. Gissur fór heim um sumarið, stofnaði bú í Kaldaðarnesi í Flóa og kom sér upp hirð. Á allraheilagramessu um veturinn (1. Nóvember) gerðust 30 menn handgengnir honum, ýmist með titlinum hirðmenn eða gestir.
  • Jun 1, 1261

    Grænlendingar viðurkenna Noregskonung sem þjóðhöfðingja sinn

    Grænlendingar viðurkenna Noregskonung sem þjóðhöfðingja sinn
    Það gekk lítið að fá Íslendinga til að viðurkenna Noregskonung sem þjóðhöfðingja sinn. En það gerðu Grænlendingar sumarið 1261.
  • Nov 1, 1261

    Sendir Hákon konungur hirðmann sinn á fund Gissurar

    Árið 1261 sendir Hákon konungur Hallvarð gullskó til að reka á eftir Gissuri.
  • Jun 1, 1262

    Alþingi sóttu aðeins þeir hlutar landsins sem Gissur hafði völd yfir.

    Um sumarið 1262, sóttu Alþingi aðeins menn úr Norðlendingafjórðungi og Sunnlendingafjórðungi fyrir vestan Þjórsá. Það hafa verið þeir hlutar landsins sem Gissur hafði raunveruleg völd yfir.
  • Nov 1, 1262

    Borgfirðingar sóru konungi hollustu

    Borgfirðingar sóru konungi hollustu
    Borgfirðingar sóru konungi hollustu og þannig komst stærstur hluti landsins, frá Langanesi, norður, vestur og suður um til Þjórsár, undir vald konungs árið 1262.
  • Nov 1, 1262

    Ísland gerist skattland konungs á árunum 1262-64

    Ísland gerist skattland konungs á árunum 1262-64
    Á árunum 1262 til 1264 gerist Ísland skattland konungs.
  • Nov 1, 1263

    Oddverjar játast undir konungsvald

    Oddverjar játast undir konungsvald
    Árið 1263 játast Oddverjar undir konungsvald í Rangárþingi.
  • Nov 1, 1264

    Héraðshöfðingi Austfirðinga gefur konungi upp ríki sitt

    Héraðshöfðingi Austfirðinga gefur konungi upp ríki sitt
    Árið 1264 fer Þorvarður Þórarinsson sem var Héraðshöfðingi Austfirðinga til Noregs og gaf konungi upp ríki sitt.
  • Nov 1, 1264

    Ísland fer undir vald konungs

    Ísland fer undir vald konungs
    Á Alþingi árið 1264 sór Ormur Ormsson konungi skatt fyrir ríki Svínfellinga í Skaftafellsþingi. Þá var allt Ísland komið undir vald konungs og íslenska þjóðveldið liðið undir lok.