-
Period: to 2017 BCE
Tímabil sorgarferlisins
það er ekki til neitt ákveðið tímabil fyrir sorgarferlið, hver og einn syrgjandi tekur sinn eigin tíma í að fara yfir sorgarferlið. ég hef ekkert tímabil fyrir þetta þannig að ég setti bara hvenær ég byrjaði á sorgartímabilinu, og er enn að vinna í því -
Þriðja stig Sorgarferlisins
Þriðja stig Sorgarferlisins er samningarviðræður eða samningarstigið. Það tímabil byggist á því að manneskjan sem er að syrgja fer að gera samninga eins og t.d. "ef ég fæ að upplifa þetta móment hjá dóttur minni þá..." en þetta tímabil þarf alls ekki að vera slæmt en virkar hinsvegar ekki lengi eða til lengdar. Eða það er að segja að viðkomandinn áttar sig vonandi á því að þetta varir ekki til lengdar -
Stig sorgarferlsins
sorgarferlið hefur fimm stig. Fimm mjög erfið stig en góð á sama tíma, það er að segja þegar þessu öllu er lokið. Fyrsta stigið er Áfall, doðatilfinning og afneitun. Annað stigið er Reiði. þriðja er samningarviðræður, fjórða er þunglyndi og það seinasta er sátt eða samþykki -
Fyrsta stig Sorgarferlisins
Fyrsta stig sorgarferlisins er Afneitun. Þetta stig eða þessi tilfinning kemur í lang flestum tilfellum strax eftir tilvikið. Manneskjan fer að ímynda sér að tilvikið hafi ekki átt sér stað og hreinlega neitar því inn í sér. Ógeðslega vond tilfinning og lýst er þessari tilfinningu með því að manneskjan finnst hún vera föst. Tilfinningin er föst og fólk frýs og dofnar upp. sagt er að fyrsta stigið taki um það bil 3-4 mánuði, en það er hreinlega bara persónubundið, sumir taka lengri tíma í þetta. -
Annað stig Sorgarferlisins
Annað stig sorgarferlisins er Reiði. Reiðin kemur oftast fram hjá syrgjendanum. Reiðin getur verið út í sjálfan sig, hinn látna, ættingja, einhverja nána, guð, lækni eða hvern sem er eiginlega. Oft kemur hjá syrgjendanum sektarkennd eftir eitthvað sem hann hefur sagt eða gert í þessum reiðisköstum. Besta sem er hægt er að gera á þessu tímabili er að horfast á við vandann og reyna að komast yfir hann sem fyrst, þar sem hann hefur ekkert oft gott af að leiða. -
Fimmta og seinasta stig sorgarferlisins
Á seinasta stigi sorgarferlisins er sátt. Í því stigi ertu búin að samþyggja andlát manneskjunnar t.d. og ferð t.d. að tala um hana sem góðan hlut í stað þess að drukkna ennþá í sorginni. Þessi tilfinning er mjög mikið eins og sigur, algjör léttir á hjartanu. eftir þetta stig verður sorgin auðveldari og ekki eins sársaukamikill. en aldrei er víst hvort að sorgin hverfi á fullu -
Fjórða stigs Sorgarferlisins
Fjórða stig sorgarferlisins er þunglyndi. Þunglyndið er með þeim erfiðari stigunum í ferlinu. Á þessu stigi getur einstaklingurinn sem er að syrgja fundið fyrir miklum einmannaleika eða einfaldlega fundið þá tilfinningu að hann sé skilinn út undan. Þetta stig getur komið upp löngu eftir missirinn og einstaklingurinn getur fundið algjört vonleysi i sorginni, eða jafnvel verið á mörkunum á að gefast upp. Syrgjandinn getur einfaldlega lokað sig inni frá öllu og öllum. -
Þunglyndið í sorgarferlinu frh!
Mikilvægt er á þunglyndartímabilinu á sorgarferlinu er að reyna að rífa sig mest upp úr því. Reyna vera sem mest með fjölskyldunni og vinum þótt það þurfi allir sinn einkatíma og vera bara með sjálfum sér. reyna að borða lítið og oft á dag í staðin fyrir sjaldan og mikið. mikil ógleði kemur fyrir í þessu og þess vegna er mikilvægt að stunda góða hreyfingu með. Einnig getur komið fyrir að syrgjandinn fái ofsjónir, martraðir og finnst hann stundum vera sjá hinn látna -
Fjórða stigið á mínu sorgarferli frh!
Ég hinsvegar hef lesið helling af bókum og fréttum og frætt mig helling um þetta sorgarferli þar sem ég vissi ekki einu sinni sjálf hvernig ég átti að koma mér i gegnum það. Mér finnst hreyfingin skipta mjög miklu máli á þessu stigi, ég fann strax þvílikan mun á því að hætta að sofa allan daginn og rífa sig fram úr og dreyfa huganum og fá útrás hvort sem það er einhver ákveðin íþrótt eða bara út að hlaupa eða í ræktina. -
Hreyfing og stjórnun á hreyfingunni á fjórða stigi
ég talaði um í síðasta dálk um að hreyfa sig og fá útrás í allskonar hreyfingum, það er að segja hvað er það sem hentar hverjum og einum. Hreyfingin virkaði hreinlega of vel á mig, ég fann ekki fyrir neinum sársauka (andlega) eða neitt, mér fannst ég hreinlega ekki vera til. Þessi tilfinning fannst mér og finnst enn ótrúlega góð, en það þarf að passa upp á ofhreyfingu. þó maður sé að dreyfa huganum þá ertu ennþá að reyna helling á þig á sama tíma, ómeðvitandi eða ekki. -
Hvor leiðin er betri?
hvor leiðin er betri eða fara?
Hvort væri betra fyrir manneskju sem er t.d. ný búinn að missa móður sína ef við tökum það sem dæmi. hvort á hún að leita í "ruglið" eins og íslendingar kalla það en til vina sína sem styðja við bakið á sér. Hvort er betra fyrir einstakling sem er í rusli inn í sér að leita í áfengi og eiturlyf t.d. og fá þá þessi "verkjalyf" við sársaukanum eða virkilega reyna að fá alla hjálp til að takast á við sorgina og reyna að komast yfir hana. -
-
Fjórða stigið á mínu sorgarferli
Mitt eigið stig á sorgarferlinu. Ef ég á að vera hreinskilin þá veit ég hreinlega ekki hvar ég stödd á þessu ferli, mér finnst ég persónulega vera soldið að flakka á milli. en ég tengi held ég mest við fjórða stigið, þessi einmannaleiki og geta ekki tekist á við verkefnið sem allir ættu að geta tekist á við. Í staðin fyrir að takast á við vandamálin þá forðast ég þau eins og heitann eldinn. Ég hinsvegar hef ekki ennþá lent í þessu með ofsjónir og martraðir